Hannað til björgunar manns úr sjó af öllum tegundum skipa, borpalla, bryggjusvæða og stífla með minna en 5 til 30 metra hámarkshæð frá vatnsyfirborði að björgunardekki eða palli.
A. 14 metra (46 fet) Tengilína B. Lyftilína á innenda C. Lyftilína á útenda D. 25 metra björgunarlína / kastlína E. Kastpoki með brjóstlykkju / öryggislykkju fyrir björgunarmann sem fer eftir manni í sjó.
Þyngd netstykkis: 4 kg. Stærð á hylki í sm: L70 x H51 x B21. Í rúmmetrum 0,078. Heildarþyngd í flutningi: 13 til 18 kg.
MS.05 – Vara nr. 1 150 500 MS.10 – Vara nr. 1 151 000 MS.20 – Vara nr. 1 152 000 MS.30 – Vara nr. 1 153 000
Upplýsingar
Markúsarnet af tegund MS.05 til MS.30 kemur pakkað og tilbúið til notkunar með skrúfupakka, leiðbeiningarspjaldi, þjálfunarleiðbeiningum, kynningarbæklingi, vörulýsingu, Lloyd´s viðurkenningu og 7 mínútna þjálfunarmyndbandi á diski.
Helstu kostir
Markúsarnet af MS gerð eru viðurkennd af Siglingastofnun. Þau eru einnig viðurkennd af Lloyd´s Register EMEA í allar gerðir skipa og vinnupalla á sjó til að bjarga fólki úr sjó.
When you visit any web site, it may store or retrieve information on your browser, mostly in the form of cookies. Control your personal Cookie Services here.