Markúsarnetið

Björgunarnetið Markús eða Markúsarnetið eins og það kallast nú er framleitt fyrir allar tegundir og stærðir dekkbáta, skipa og vinnupalla á sjó og vötnum.

Markúsarnetið er fyrst og fremst hannað til að einn björgunarmaður geti komið manni við eða nálægt skipi eða bryggju í öryggi og tveir menn geti lyft einum manni í einu með handafli upp á björgunardekk. (6 menn lyfta ekki tveimur mönnum með handafli þó þeir hafi eina línu hver).

Markúsarnet eru líka gerð til notkunar með hífibúnaði, s.s. talíu, léttri bómu og krana.

Markúsarnetið samanstendur af færanlegu geymsluhylki, tengilínu, lyftilínum, netstykki og kastlínu í kastpoka sem útbúin er brjóstlykkju til notkunar fyrir björgunarmann sem fer eftir manni í sjó.

Markúsarnet eru hönnuð til að veita manni sem fer eftir öðrum í sjó öryggi, möguleika til æfinga á slíkri björgun með öðrum áhafnarmeðlimum og til að björgunarmaður í sjó geti komið rænulausum manni í öryggi.

Markúsarnetið veitir viðbótaröryggi (backup) við æfingar og notkun léttabáta og lífbáta.

Netið er hægt að nota sem neyðarstiga á dekkbátum með lágt fríborð.

Markúsarnet hafa reynst vel til að flytja fólk úr gúmmíbjörgunarbát, sökkvandi flugvél og rekaldi um borð í stærri skip við verstu sjó- og veðurskilyrði.

Markúsarnetið er til í 7 stöðluðum útgáfum sem allar byggja á tengilínu, sama netstykkinu og kastlínubúnaði. Breytileiki þeirra felst í gerð geymsluumbúða, lengd lyftilína og frágangi kastlínu.

We use cookies to give you the best online experience. By agreeing you accept the use of cookies in accordance with our cookie policy.

Privacy Settings

When you visit any web site, it may store or retrieve information on your browser, mostly in the form of cookies. Control your personal Cookie Services here.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á markusnet.com
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur