Markúsarnet  MS.00 Sailing

Lýsing

Markúsarnet af gerðinni MS.00 Sailing eru án lyftilína og fyrst og fremst ætluð til notkunar frá dekkbátum með lág vírhandrið (extension wire) eða engin handrið til að halla sér að þegar lyft er með handafli. Slíka báta er ekki að finna á Íslandi lengur nema helst kjölbáta. Þessi Markúsarnet eru því eingöngu ætluð til notkunar með talíu eða annars konar hífibúnaði. Þessi net henta vel á báta eins og stærri gerðir björgunarbáta Landsbjargar til notkunar í A gálganum í stað björgunarbeltis.

Eins og áður segir er MS.00 Sailing Markúsarnetið án lyftilína, en í staðinn er 14 metra löng tengilína „A“ með 3 hnútum við endann sem tengist fremri enda hífistroffunnar. 25 metra löng flotlína pökkuð í kastpoka, búin með brjóstlykkju / öryggislykkju er tengd við útenda netsins.

MS.00 Sailing Markúsarnetið er pakkað í hvítan poka úr PVC/Polyester efni með tveimur festingum og sylgju að aftan.

Stærðin í sm: L65 x H40 x B12. Heildarþyngd 5,0 kg.

Vara nr. 1 150 010S

Helstu kostir

Markúsarnetið af gerðinni MS.00 Sailing eru útbúin sama netstykki og kastpoka eins og Markúsarnet af gerðinni MS.05 til MS.30 sem eru viðurkennd af íslenskum siglingayfirvöldum og Lloyd´s Register EMEA.

Notagildi

MS.00 Sailing gerir einum dekkmanni kleift að bregðast skjótt við þegar maður hefur fallið útbyrðis og koma honum í öruggi þar sem hann getur klifrað að mestu af sjálfsdáðu um borð eða verið hífður upp í sitjandi stöðu.

Bæklingar

We use cookies to give you the best online experience. By agreeing you accept the use of cookies in accordance with our cookie policy.

Privacy Settings

When you visit any web site, it may store or retrieve information on your browser, mostly in the form of cookies. Control your personal Cookie Services here.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á markusnet.com
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur