Hönnuðurinn

Pétur Th. Pétursson.

Pétur Th. Pétursson hefur síðan í mars 1984 helgað sig þróun og kynningu á Markúsarnetunum fyrir hönd fjölskyldu Markúsar.

Pétur Th. Hefur unnið við margvísleg störf um ævina, verið vinnumaður í sveit, starfað í iðnaði og verslun. Hann var um skeið á síðutogara, síldarbát og skakbát. Hann sótti nám í ensku og viðskiptum til Englands 1967 og 1968 og lauk námi sem kennari frá Kennaraskóla Íslands 1973 með smíðakennslu sem sérgrein. Eftir það starfaði Pétur Th. Sem smíðakennari í Hafnarfirði í 13 ár og stofnaði Siglingaklúbbinn Þyt og veitti honum forstöðu í um 12 ár samhliða kennslustarfinu.

Sumarið 1984 byrjaði Pétur Th. Að aðstoða Markús og hannaði hylkið sem nú er orðið að tákni fyrir Markúsarnetin um allan heim. Á þessum tíma sá Pétur Th. um gerð leiðbeininga og fræðslumyndbands um notkun elstu kynslóðar Markúsarnetanna og hafði umsjón með einkaleyfismálum og gerð viðurkenningagagna fyrir Markúsarnetin.

Við andlát Markúsar 24. Nóvember 1984 tók Pétur Th. Að sér fyrir hönd fjölskyldu Markúsar, að halda áfram þróun, framleiðslu og kynningu á Markúsarnetunum og hefur helgað því verkefni krafta sína síðan þá. Pétur Th. hefur sótt fjölmargar ráðstefnur um öryggi sjófarenda í Evrópu og N-Ameríku, bæði sem þátttakandi og fyrirlesari og verið sýnandi á nokkrum tugum báta- og skipasýninga innanlands og erlendis.

Þannig hefur Pétur Th. sérhæft sig í viðfangsefnum sem varða maður fyrir borð öryggi og björgun í rúm 35 ár og hannað vörur á því sviði til sölu á alþjóðamarkaði.

Pétur Th. hefur verið tæknilegur ráðgjafi í sendinefnd Íslands á tækninefndarfundum (DE52, DE53, DE54 og DE55) Alþjóða Siglingastofnunarinnar (IMO). Átti Pétur Th. frumkvæðið að því að kröfur um björgunarnet í íslenskum skipum 15 metra eða lengri, sem byggja á Markúsarnetum hafa við í gildi frá 1. Janúar 1986, voru kynntar á vettvangi DE53. DE nefndin hefur haft það verkefni undanfarin ár að búa til kröfur um að búnaður til að bjarga fólki úr sjó skuli vera tiltækur um borð í öllum SOLAS skipum.

We use cookies to give you the best online experience. By agreeing you accept the use of cookies in accordance with our cookie policy.

Privacy Settings

When you visit any web site, it may store or retrieve information on your browser, mostly in the form of cookies. Control your personal Cookie Services here.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á markusnet.com
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur