Markús B. Þorgeirsson.
F: 14. ágúst 1924 – D: 24 nóvember 1984.
Björgunarnetið Markús eða “Markúsarnetið” eins og flestir sjómenn kalla það, varð til út frá reynslu og framtakssemi íslensks sjómanns.
Upphafsmaðurinn, Markús B. Þorgeirsson átti stærstan þátt í að koma þessu tæki á framfæri og fer því vel á því að það beri nafn hans nú, þegar þetta tæki er að verða alþjóðleg viðmiðun um búnað til að ná manni úr sjó með handafli.
Fyrir framsýni, frumkvæði og baráttu, hefur hundruðum mannslífa verið bjargað.