Markúsarnet af gerðinni MS.02 Boating er hannað fyrir litla dekkbáta með minna en 2 metra hæð frá sjó/vatnsfleti að efri hluta sterkbyggðs handriðs eða borðstokks. Mikilvægt er að hafa sterkbyggt handrið eða sterkan borðstokk til að halla sér að þegar einstaklingi er lyft um borð með handafli.
MS.02 Markúsarnet er með 14 metra tengilínu „A“ og 2 metra lyftilínum „B“ sem tengdar eru innhornum netsins og endum hífistroffu á innenda þess. 25 m löng flotlína pökkuð í kastpoka sem útbúin er brjóstlykkju/öryggislykkju, er tengd við útenda netsins.
Markúarnet af gerðinni MS.02 Boating er pakkað í hvítan poka úr PVC/Polyester dúk með tveimur festingum og sylgju að aftan.
Stærð í sm: L65 x H40 x B12. Heildarþyngd 6 kg.
Vara nr. 1 150 010B
Markúsarnet af gerðinni MS.02 Boating er útbúin sama netstykki og kastpoka eins og Markúsarnet af gerðinni MS.05 til MS.30 sem eru viðurkennd af íslenskum siglingayfirvöldum og Lloyd´s Register EMEA.
MS.02 Boating gerir einum dekkmanni kleift að bregðast skjótt við þegar maður hefur fallið útbyrðis og koma honum í öryggi þar sem hann getur klifrað að mestu af sjálfsdáðu um borð eða verið lyft upp með handafli af tveimur mönnum eða verið hífður upp í sitjandi stöðu.