Markús Neyðarstiginn gerð MEL2 er tveggja möskva breiður netstigi ætlaður í bæði tómstundabáta og vinnubáta af öllum gerðum til að tryggja manni sem fellur fyrir borð og björgunarmanni sem þarf að fara öðrum til hjálpar í sjó, leið aftur um borð. Þegar menn sigla einir er mikilvægt að stiginn liggi utan á síðu bátsins, miðskips og þannig að handfangið sé ekki hærra en 70 sm frá sjónum þannig að maður í sjó geti gripið í það og kippt stiganum niður.
Markús Neyðarstiginn er einnig mikilvægur þegar maður í sjó fær sjokk og missir eiginleikann að hugsa rökrétt. Þá getur verið varasamt að nálgast hann í sjó. Besta ráðið í slíkum tilvikum er að kasta línu til mannsins, losa stigann í sjó og draga manninn að stiganum og láta hann klifra af sjálfsdáðum um borð.
Markús Neyðarstiginn gerð MEL2 er fáanlegur í nokkrum stöðluðum lengdum. Lengd stigans á að vera samtals fjarlægðin frá festistað að sjólínu + 1 metri. Staðlaðar stærðir sem yfirleitt eru til á lager eru:
MEL2-170 (fyrir báta með allt að 70 sm frá festistað að sjólínu).
MEL2-220 (fyrir báta með allt að 120 sm frá festistað að sjólínu).
MEL2-270 (fyrir báta með allt að 170 sm frá festistað að sjólínu).
MEL2-320 (fyrir báta með allt að 220 sm frá festistað að sjólínu).
• Slitþol: 500 kg.
• Festing: 3 sylgjulykkjur með sylgjum úr ryðfríu stáli.
• Breidd: 40 sm.
• Lengd: Breytileg eftir gerð, 170, 220, 270 og 320 sm
• Efni: Poyester borði með blýlóði í handfangi og plaststöngum í þrepum.
• Álstöng efst í stiganum dreifir álaginu á festilykkjurnar .
• Hulstur úr PVC / Nylon dúk 500 gr/prm.
• Þyngd: Breytileg eftir gerð; 800 gr, 900 gr, 1000 gr, 1100 gr.