Markus Neyðarstigi  MEL2

Lýsing

Markús Neyðarstiginn gerð MEL2 er tveggja möskva breiður netstigi ætlaður í bæði tómstundabáta og vinnubáta af öllum gerðum til að tryggja manni sem fellur fyrir borð og björgunarmanni sem þarf að fara öðrum til hjálpar í sjó, leið aftur um borð. Þegar menn sigla einir er mikilvægt að stiginn liggi utan á síðu bátsins, miðskips og þannig að handfangið sé ekki hærra en 70 sm frá sjónum þannig að maður í sjó geti gripið í það og kippt stiganum niður.

Markús Neyðarstiginn er einnig mikilvægur þegar maður í sjó fær sjokk og missir eiginleikann að hugsa rökrétt. Þá getur verið varasamt að nálgast hann í sjó. Besta ráðið í slíkum tilvikum er að kasta línu til mannsins, losa stigann í sjó og draga manninn að stiganum og láta hann klifra af sjálfsdáðum um borð.

Markús Neyðarstiginn gerð MEL2 er fáanlegur í nokkrum stöðluðum lengdum. Lengd stigans á að vera samtals fjarlægðin frá festistað að sjólínu + 1 metri. Staðlaðar stærðir sem yfirleitt eru til á lager eru:

MEL2-170 (fyrir báta með allt að 70 sm frá festistað að sjólínu).
MEL2-220 (fyrir báta með allt að 120 sm frá festistað að sjólínu).
MEL2-270 (fyrir báta með allt að 170 sm frá festistað að sjólínu).
MEL2-320 (fyrir báta með allt að 220 sm frá festistað að sjólínu).

• Slitþol: 500 kg. 
• Festing: 3 sylgjulykkjur með sylgjum úr ryðfríu stáli.
• Breidd: 40 sm.
• Lengd: Breytileg eftir gerð, 170, 220, 270 og 320 sm 
• Efni: Poyester borði með blýlóði í handfangi og plaststöngum í þrepum.
• Álstöng efst í stiganum dreifir álaginu á festilykkjurnar .
• Hulstur úr PVC / Nylon dúk 500 gr/prm.
• Þyngd: Breytileg eftir gerð; 800 gr, 900 gr, 1000 gr, 1100 gr.

Helstu kostir

• Neyðarstiginn er fyrirferðalítill og hann má hengja á handrið, handriðsvír (e. Stanchion wire) og í þar til gerða ferkantaða linka, sem límdir eru í slöngubáta en skrúfaðir í festur úr trefjaplasti eða áli.
• Pakka má Neyðarstiganum þannig að hægt sé að ná í handfang hans frá sjó.
• Auðvelt er að losa Neyðarstigann hvort sem er frá dekki eða frá sjó.
• Neyðarstiginn á að vera það langur að hann nái 1 metra ofan í sjó þegar hann hefur verið losaður niður þannig að maður í sjó geti beitt fótum til að komast um borð.

Notagildi

Neyðarstigi í dekkbáta með allt að 1,8 m borðhæð sem haga má þannig að maður í sjó geti kippt stiganum niður og klifrað upp.

Aukahlutir

• Vara nr. 7 300 002 Festiplattar með ferköntuðum link á slöngubáta.
• Vara nr. 300 003 Ferkantaður festilinkur til að festa í trefjaplast og ál.
• Vara nr. 300 005 POM Fjarlægðarkubbur.

Bæklingar

Staðsetning: Miðskips á báðum síðum, þannig að hann fari ekki í skrúfuna, þegar hann hefur verið losaður í sjó.

YouTube Video

We use cookies to give you the best online experience. By agreeing you accept the use of cookies in accordance with our cookie policy.

Privacy Settings

When you visit any web site, it may store or retrieve information on your browser, mostly in the form of cookies. Control your personal Cookie Services here.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á markusnet.com
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur