Hlutverk Markus Lifenet ehf.
Markus Lifenet ehf. sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á maður fyrir borð björgunarvörum. Björgunarvörurnar eru hannaðar fyrir allar tegundir báta, skip, borpalla og hafnarsvæði, virkjanir, brýr og vatnasvæði af svipuðum toga. Við bjóðum einnig upp á æfingaráætlun og skoðunarleiðbeiningar.
Markus Lifenet björgunarvörur eru hannaðar fyrir verstu aðstæður á sjó, þegar maður hefur fallið útbyrðis. Aðal varan okkar er Markúsarneti en það er eini búnaðurinn sem samþykktur er á heimsmarkaði, sem er fyrst og fremst hannaðaur sem handvirkur búnaður til að ná manni úr sjó og til að nota frá allt að 40 metra borðhæð til að koma manni í sjó nálægt skipshlið í öryggi. Markúsarnet eru einnig hönnuð fyrir notkun með krana eða léttum hífibúnaði.
Hjá okkur hafa einnig verið þróuð maður fyrir borð björgunarnet sem byggja á klifurtækni, vogaraflstækni, vindutækni og háftækni, auk björgunarlína fyrir mismunandi gerðir báta og skipa.
Hafið samband ef ykkur vantar ráðleggingar varðandi val á búnaði, staðsetningu, frágang og æfingar í björgun manns í sjó.
Við höfum þróað lausnir sem passa í allar gerðir báta, skipa og vinnusvæði við og á sjó.
Markus Lifenet vörurnar eru hannaðar til notkunar við verstu aðstæður á sjó þegar hver sekúnda skiptir máli.