Langtímastefna Markus Lifenet ehf.
Tilgangur okkar er að þróa, framleiða og kynna raunsæjar lausnir til að auðvelda björgun manna úr sjó og þekkingu og þjálfunardagskrá sem gerir útgerðum og starfsmönnum þeirra kleift að gera áhættumat og skapa öryggisstefnu og björgunarmenningu um borð í skipum þeirra. Með því viljum við hvetja áhafnir til að æfa maður fyrir borð björgun á faglegan hátt og stuðla þannig að því að fyrirbyggja slys og vera ætíð viðbúnir sem liðsheild til að bregðast við þegar bjarga þarf mönnum úr sjó við verstu aðstæður.
Með því að hafa á boðstólnum vörur, reynslu og fræðsluefni er varðar björgun manna úr sjó og öryggi björgunarmanna, er markmið okkar að gera sjómönnum ljóst að þeir verða að líta á sig sem fagaðila á þessu sviði og í öllu sem getur komið í veg fyrir að menn falli fyrir borð af þeirra skipi og að björgunarmenn slasist við erfiðar björgunaraðgerðir.
Hvers vegna?
- Sjómenn eru oftast næstir, þegar maður fellur fyrir borð!
- Sjómenn eru í mestri hættu að falla fyrir borð!
- Sjómenn og fjölskyldur þeirra hafa mest að vinna, þar sem þeir og fjölskyldur þeirra eru oftast þolendur þegar maður fellur fyrir borð!
- Vinnuaðstæður, tækni og búnaður hefur breyst verulega á síðustu áratugum, þannig að nú er til öryggisbúnaður, reglur, reynsla og þekking til að æfa með öryggi, björgun manns úr sjó með stuðningi forsvarsmanna útgerðarinnar, sem oft var óhugsandi, erfitt, áhættusamt og oft ómögulegt áður fyrr vegna þekkingarleysis margar skipstjórnarmanna.
- Markus Lifenet ehf. getur boðið upp á reynslu, þekkingu og lausnir sem byggja á 40 ára sérhæfingu í því sem varðar björgun manns úr sjó og margra ára reynslu af alþjóðlegur samstarfi um þróun og sölu á búnaði til að bjarga fólki úr sjó.
- Sá litli kostnaður sem þarft til, kemur tilbaka til útgerðar og sjómanna í formi meira öryggis um borð, lægri tryggingakostnaðar, samheldnari áhöfn og betra eftirliti og viðhaldi á öryggis- og björgunarbúnaði um borð.