Saga fyrirtækisins

Saga Markus Lifenet ehf.

Markus Lifenet ehf. hefur sérhæft sig í þróun og framleiðslu á maður fyrir borð björgunarvörum síðan 1979 og hefur fyrirtækið kynnt þekktustu vöruna sína, Markúsarnetið, á alþjóðamörkuðum síðan 1984. Við lok árs 1999 kom á markað 5. Kynslóð Markúsarnetsins sem nefnist MS og hefur sú kynslóð verið viðurkennd óbreytt síðan á Íslandi og af alþjóðlegum flokkunarfélögum. Markúsarnet eru viðurkennd til notkunar í öllum tegundum dekkbáta, skipa, hafnarsvæða og vinnupalla á sjó (offshore installations).

Samhliða þróun og framleiðslu Markúsarneta hefur fyrirtækið ætíð haft á boðstólnum maður fyrir borð neyðarstiga, nú MEL2 og staka neyðarlínu í kastpoka með brjóstlykkju fyrir björgunarmann nú RLC25.

Árið 2002 þróaði fyrirtækið tvær útfærslur af björgunarneti fyrir léttabáta SCN6-200R og SCN6-250R og hefur það náð vinsældum. Eru þau mun fyrirferðarminni, léttari og auðveldari í notkun en aðrar þekktar lausnir á markaði.

Þróun léttabátanetanna leiddi af sér þróun klifurneta SCN6, fyrst fyrir hafnsögubáta og farþegabáta (tender boats) og síðan fyrir stærri skip. Eftirspurn eftir slíkum netum hefur farið mjög vaxandi, enda eru Markus maður fyrir borð klifurnetin 6 sinnum léttari en hefðbundin klifurnet og því bæði vel færanleg (mobile) og bjóða upp á að manni sé lyft á handafli um borð, sem getur stigið í netið við skipssíðu og læst höndum í möskva netsins.

Markúsarnetið hefur gegnt þýðingarmiklu hlutverki í að auka öryggi sjómanna og hefur það margsinnis verið notað við björgun mannslífa við erfiðar aðstæður á sjó og í höfnum. Þess vegna hefur þess verið krafist að slíkur búnaður sé staðsettur á hverju dekkskipi á Íslandi, sem er 15 metrar eða lengri, síðan 1.janúar 1986. Markúsarnetið er Lloyd´s Register EMEA týpu viðurkennt til notkunar á dekkbátum, skipum og vinnupöllum á sjó. Þess vegna má selja það sem búnað til að bjarga fólki úr sjó í öll skip og vinnupalla á sjó hvar sem er í heiminum, þar sem krafist er búnaðar til að bjarga fólki úr sjó.

Markúsarnetið hefur verið kynnt fyrir aðalþingi (MSC) og tækninefnd (DE) Alþjóða Siglingastofnunarinnar (IMO) með fulltingi Siglingastofnunar Íslands. Síðastliðin áratug hefur verið í þróun ný regla III-17.1 og LSA lýsing í SOLAS (Sáttmála um öryggisreglur á heimshöfunum) þar sem þess verður krafist að öll skið sem sigla undir SOLAS reglum, geti sýnt fram á að þau hafi búnað til að bjarga fólki úr sjó við verstu aðstæður. Nýju kröfurnar taka gildi von bráðar. Ísland hefur verið virkur aðili í mótun þessara nýju reglu og hefur sérfræðingur Markus Lifenet verið stofuninni til ráðgjafar á DE fundum IMO.

Lausnirnar sem við bjóðum upp á byggja á margra áratuga reynslu við verstu aðstæður þar sem aðrar lausnir hafa ekki dugað. Lausnirnar okkar eru einfaldar, árangursríkar, áreiðanlegar og raunhæfar við verstu aðstæður, þegar hver mínúta skiptir máli.

Flestar vörur okkar eru hægt að nota bæði handvirkt og með krana.

We use cookies to give you the best online experience. By agreeing you accept the use of cookies in accordance with our cookie policy.

Privacy Settings

When you visit any web site, it may store or retrieve information on your browser, mostly in the form of cookies. Control your personal Cookie Services here.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á markusnet.com
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur