Markúsarnet af gerðinni MS.00 Sailing eru án lyftilína og fyrst og fremst ætluð til notkunar frá dekkbátum með lág vírhandrið (extension wire) eða engin handrið til að halla sér að þegar lyft er með handafli. Slíka báta er ekki að finna á Íslandi lengur nema helst kjölbáta. Þessi Markúsarnet eru því eingöngu ætluð til notkunar með talíu eða annars konar hífibúnaði. Þessi net henta vel á báta eins og stærri gerðir björgunarbáta Landsbjargar til notkunar í A gálganum í stað björgunarbeltis.
Eins og áður segir er MS.00 Sailing Markúsarnetið án lyftilína, en í staðinn er 14 metra löng tengilína „A“ með 3 hnútum við endann sem tengist fremri enda hífistroffunnar. 25 metra löng flotlína pökkuð í kastpoka, búin með brjóstlykkju / öryggislykkju er tengd við útenda netsins.
MS.00 Sailing Markúsarnetið er pakkað í hvítan poka úr PVC/Polyester efni með tveimur festingum og sylgju að aftan.
Stærðin í sm: L65 x H40 x B12. Heildarþyngd 5,0 kg.
Vara nr. 1 150 010S